Opið hús: 02. apríl 2025 kl. 17:30 til 18:00.Opið hús: Bárusker 2 (103), 245 Sandgerði. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 2. apríl 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Valný fasteignasala og Valgeir Leifur löggiltur fasteignasali kynna:
Bárusker 2, 245 SandgerðiGlæsilegt tveggja hæða fjölbýlishús með 11 vel skipulögðum íbúðum á vinsælum og fjölskylduvænum stað í nýju hverfi í Sandgerði.
Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir með sérinngangi og einu til þremur svefnherbergjum. Íbúðirnar skilast með gólfhita í rýmum og vönduðum innréttingum frá HTH. Ídráttarrör fyrir rafhleðslustöð er lagt að öllum bílastæðum á sameiginlegu bílaplani. Sérgeymsla fylgir hverri íbúð og er staðsett í sameign hússins.
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Möguleiki á hlutdeildarláni frá HMS.
Smelltu hér til að fá öll helstu gögn um eignina.Samkvæmt fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 63.9 m², þar af er íbúðarrými 61 m² og sérgeymsla í sameign hússins er 2,9 m². Eign merkt 01-03, fastanúmer 253-4384 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.Lýsing og skipulag eignar:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús er
með vandaðri innréttingu frá HTH með mjúklokun á skúffum og hurðum ásamt innfeldum ísskáp og uppþvottavél. Einnig er blástursofn og helluborð. Harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt með harðparketi á gólfi og útgengi út á timburklæddan sólpall með skjólveggjum.
Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með snyrtilegri innréttingu sem býður upp á ágætt skápapláss, upphengdu salerni og walk-in sturtu. Innan baðherbergis er þvottaaðstaða með innrétting fyrir bæði þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Geymsla er á fyrstu hæð í sameign hússins, 2,9 m²
að stærð.
Byggingarlýsing:Utanhúss:Húsið er byggt úr forsteyptum steinsteyptum einingum.
Útveggir eru forsteyptir með harðpressaðri steinull, klæddir báruáli.
Þak er einhalla með timbursperrum, klætt með borðaklæðningu og ábræddum þakpappa, einangrað með steinull. Ál/tré
gluggar frá Sokółka/Gluggatækni. Tvöfalt einangrunargler, öryggisgler í gólfsíðum gluggum/hurðum.
Innanhúss:Útveggir ásamt vegg milli íbúða eru steyptar einingar. Aðrir
milliveggir eru léttir, byggðir upp með blikkstoðum og klæddir með tvöföldu lagi af gipsi hvoru megin. Veggir eru spartlaðir, grunnaðir og að lokum eru málaðar tvær umferðir af hvítri málningu.
Loft eru spörsluð, grunnuð og máluð í tveimur umferðum. Votrými með viðurkenndri votrýmismálningu.
Hitakerfi er gólfhiti með hitastýringu í hverju rými, lokað varmaskiptakerfi fyrir gólfhita.
Raflagnir fullfrágengnar, ljósleiðari í íbúðum.
Loftræsting er vélræn loftræsing í votrýmum og geymslum, náttúruleg loftræsing í öðrum rýmum. Slökkvitæki og reykskynjarar fylgja hverri íbúð.
Lóð og aðkoma:Lóð skilast fullfrágengin með tyrfingu, 11 sameiginleg malbikuðuð
bílastæði, þar af tvö fyrir fatlaða, hellulögðum göngustígum og
timburverönd með skjólveggjum á sérafnotaflötum. Sérstæð sorpgeymsla úr steinsteypu er staðsett á lóðinni með góðu aðgengi. Ídráttarrör fyrir
rafhleðslustöð við hvert bílastæði.
Myndirnar eru til viðmiðunar og geta sýnt sambærilegar íbúðir innan hússins en ekki endilega tiltekna íbúð.
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Ertu að leita að nýbyggingum? Skoðaðu úrvalið hjá Valný – smelltu hér.
Ertu að hugsa um að selja? Smelltu hér og fáðu frítt verðmat.
Ekki missa af draumaeigninni – fylgstu með okkur á Instagram og Facebook
Lestu reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum okkar.- Fasteignasalan sem opnar dyrnar að þinni eign.Valný Real Estate Agency advises both sellers and potential buyers, who do not have Icelandic as their first language, to get the assistance of a translator when viewing and signing all necessary documents relating to buying and selling properties.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valný fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Kostnaður sem kaupandi þarf að standa straum af:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati, 0,4% fyrir fyrstu kaupendur og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald: 2.700 kr. á hvert skjal (kaupsamningur, veðleyfi o.fl.)
3. Lántökukostnaður: Samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Þjónustu- og umsýslugjald fasteignasölu: Samkvæmt gjaldskrá Valný fasteignasölu.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða, ber kaupanda að greiða skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati þegar það er innheimt.Valný fasteignasala | www.valny.is | Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbær | Opið alla virka daga frá 9:00-16:00