Valný logo
Þjónusta & Verðskrá
Valný fasteignasala veitir faglega og trausta þjónustu á öllum sviðum fasteignaviðskipta. Við aðstoðum bæði seljendur og kaupendur með skýru og markvissu ferli sem byggir á reynslu, ábyrgð og persónulegri nálgun.

Sala fasteigna

Við hjá Valný leggjum áherslu á traust og faglegt söluferli þar sem markmiðið er að hámarka verðmæti eignarinnar og tryggja hagsmuni kaupanda og seljanda. Við sjáum um alla helstu þætti sölunnar, þar á meðal verðmat, kynningu á eigninni, opin hús, markaðssetningu, samskipti við kaupendur og undirbúning skjala.
Þóknun vegna sölu fasteigna í einkasölu er 1,85% af söluverði auk virðisaukaskatts. Fyrir almenna sölu er þóknunin 2,55% auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er kr. 400.000 auk vsk. einkasölu og kr. 480.000 auk vsk í almennri.

Leigumiðlun

Við bjóðum upp á faglega og áreiðanlega leigumiðlunarþjónustu. Innifalið er vönduð kynning á eign, leit að traustum leigutaka með viðeigandi bakgrunnsskoðun, og gerð lögformlegs leigusamnings í samræmi við húsaleigulög. Þóknun nemur einni mánaðarleigu auk virðisaukaskatts.

Verðmat

Verðmatsferli Valný fasteignasölu byggir á traustri fagkunnáttu og víðtækri reynslu löggiltra fasteignasala með bakgrunn úr ólíkum sviðum fasteignamarkaðarins. Söluverðmat og skoðun eignar af hálfu fasteignasala er veitt án kostnaðar. Fyrir útgáfu skriflegs bankaverðmats er greitt gjald að upphæð kr. 31.900 auk vsk.

Skjalafrágangur

Við bjóðum aðstoð við skjalafrágang í tengslum við kaup og sölu fasteigna, án hefðbundinnar sölumeðferðar. Þóknun fyrir þessa þjónustu er 1,0% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 295.000 auk vsk.

Kaupendaþjónusta

Við hjá Valný bjóðum upp á kaupendaþjónustu þar sem löggiltur fasteignasali veitir þér faglega aðstoð við leit að hentugri eign. Þegar rétta eignin hefur fundist, styðjum við þig í gegnum allt tilboðsferlið og veitum ráðgjöf með hagsmuni þína að leiðarljósi. Markmið okkar er að tryggja þér öruggt og gagnsætt ferli og stuðla að hagkvæmri niðurstöðu í viðskiptum.

Skúffusala

Í sumum tilvikum hentar opið söluferli ekki öllum eignum eða eigendum. Við hjá Valný bjóðum upp á lokað söluferli – svokallaða skúffusölu – þar sem eignin er kynnt einstaklingum sem hafa í huga að kaupa sambærilega eign.
Við greinum eignina, metum markhóp hennar og leitum innan okkar öfluga kaupendagrunns að viðeigandi aðilum. Skúffusala hentar sérstaklega þeim sem kjósa persónulegri nálgun, vilja halda ferlinu með lágmarksumfjöllun og treysta á faglega ráðgjöf. Ferlið er unnið með fyllsta trúnaði og í nánu samstarfi við seljanda.

Verðskrá

Verðskrá í gildi frá 1. júlí 2024

Sala fasteigna í einkasölu

1,85% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 400.000 auk vsk.

Sala í almennri sölu

2,55% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 480.000 auk vsk.

Sala félaga og atvinnufyrirtækja

5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk virðisaukaskatts.

Sala sumarhúsa

1,5 - 3,5% af söluverði auk virðisaukaskatts. Lágmarksþóknun er þó kr. 500.000 auk vsk.

Við makaskipti er þóknun 1,5% af söluverði eignarinnar auk vsk.

Valný logo
Fasteignasalan
sem opnar dyrnar að þinni eign.
Hafðu samband
valgeir@valny.isS: 780 2575
Tjarnargata 2
kt. 4503240510
Hlekkir
Samfélagsmiðlar
© Copyright 2025 - Valný
Knúið af
Fasteignaleitin