Opið hús: 06. apríl 2025 kl. 14:00 til 15:00.Opið hús: Trönudalur 3, 260 Reykjanesbær. Íbúð merkt 102. Eignin verður sýnd sunnudaginn 6. apríl 2025 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Valný fasteignasala og Valgeir Leifur löggiltur fasteignasali kynna:
Trönudalur 3, 260 Reykjanesbær – Falleg og björt 2-3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í vönduðu sexbýli á vinsælum stað í Reykjanesbæ.Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Smelltu hér til að fá öll helstu gögn um eignina.Samkvæmt fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 76.4 m². Eign merkt 01-02, fastanúmer 250-2227 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.Lýsing og skipulag eignar:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með hvítri L-laga innréttingu frá HTH, uppþvottavél, bakaraofni í vinnuhæð, hellurborði og háfi. Harðparket á gólfi.
Stofa myndar gott rými með eldhúsi. Útgengt út á steypta verönd. Harðparket á gólfi.
Hjónaherbergi er með fataskáp og fataskáp.
Herbergi/Skrifstofa er við forstofu og með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með snyrtilegri innréttingu sem býður upp á ágætt skúffupláss, upphengdu salerni og walk-in sturtu.
Þvottahús er flísalagt með innrétting fyrir bæði þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Verönd er steypt og um 24,1 m² að stærð
með möguleika á að stækka sérafnotaflöt um allt að 3 metra út frá húsi.Sameiginleg geymsla er á fyrstu hæð.
Stæði er merkt íbúð með sér rafhleðslustöð fyrir rafbíla.
Á lóðinni eru alls tuttugu bílastæði (tíu fyrir framan hvorn matshluta) sem öll eru í óskiptri sameign allra íbúða í matshlutum 01 og 02.Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Ertu að leita að nýbyggingum? Skoðaðu úrvalið hjá Valný – smelltu hér.
Ertu að hugsa um að selja? Smelltu hér og fáðu frítt verðmat.
Ekki missa af draumaeigninni – fylgstu með okkur á Instagram og Facebook
Lestu reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum okkar.- Fasteignasalan sem opnar dyrnar að þinni eign.Valný Real Estate Agency advises both sellers and potential buyers, who do not have Icelandic as their first language, to get the assistance of a translator when viewing and signing all necessary documents relating to buying and selling properties.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valný fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Kostnaður sem kaupandi þarf að standa straum af:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati, 0,4% fyrir fyrstu kaupendur og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald: 2.700 kr. á hvert skjal (kaupsamningur, veðleyfi o.fl.)
3. Lántökukostnaður: Samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Þjónustu- og umsýslugjald fasteignasölu: Samkvæmt gjaldskrá Valný fasteignasölu.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða, ber kaupanda að greiða skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati þegar það er innheimt.Valný fasteignasala | www.valny.is | Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbær | Opið alla virka daga frá 9:00-16:00