Valný fasteignasala kynnir eignina Vesturgötu 3, einnar hæðar einbýlishús á Ólafsfirði. Húsið er samtals 122,6 m² að stærð en þar af er geymsluskúr á lóð 16,5 m². Byggingarár eignar er 1965.Samkvæmt fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 122.6 m², þar af er íbúðarrými 106,10 m² og geymsla er 16,50 m². Eign merkt 01-01, fastanúmer 215-4370 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Samkvæmt teikningu skiptist innra skipulag í: Forstofu, gang, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Nánari Lýsing:Forstofa er ekki með gólfefni né fataskáp.
Eldhús er með nýlegri hvítri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Háfur, bakaraofn, örbylgjuofn og helluborð fylgja einnig. Innrétting og tæki eru frá IKEA. Harðparket á gólfi.
Stofa er með harðparketi á gólfi og útgengt út í garð.
Þrjú svefnherbergi eru með harðaparketi á gólfi en engum fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta. Innrétting með vaski og skúffum. Hiti í gólfi.
Þvottahús er án gólfefna. Tengi fyrir þvottavél. Lúga upp á háaloft
. Rennihurð sem aðskilur þvottahús og eldhús. Hitagrind er undir borðplötu. Nýja rafmagnstaflan var sett í skorsteininn.
Háaloft er óeinangrað með einum glugga.
Geymsla er aðskilin húsinu og er 16.5 m² að stærð.
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Valný Real Estate Agency advises both sellers and potential buyers, who do not have Icelandic as their first language, to get the assistance of a translator when viewing and signing all necessary documents relating to buying and selling properties.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valný fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%) og lögaðilar (1,6%) af fasteignamati eignar.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – skv. gjaldskrá lánastofnunar.
4. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
- Fasteignasalan sem opnar dyrnar að þinni eign.
Valný fasteignasala | www.valny.is | Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbær | Opið alla virka daga frá 9:00-16:00