Opið hús: 21. maí 2025 kl. 17:30 til 18:00.Opið hús: Huldudalur 9, 260 Reykjanesbær. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 21. maí 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.
Valný fasteignasala kynnir:
Huldudal 9, 260 ReykjanesbæEignin er vel skipulögð með þremur rúmgóðum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, rúmgóðri stofu og borðstofu í björtu og opnu alrými ásamt glæsilegu eldhúsi með vandaðri innréttingu frá Rehau og tækjum frá BOSCH. Eignin skilast með skjólvegg á milli lóða og vélslípaðri stétt og verða lagnir fyrir heitum/köldum potti. Lóðinar skilast snyrtilega frágengnar með tyrfingu í suðurhluta. Skýli fyrir þrjár flokkunartunnur verða við innkeyrslu hverrar íbúðar. Botnlangi frá götu að húsum verður malbikaður. Af botnlanga er ekið inn á steyptar og hellulagðar innkeyrslur að íbúðum með hitalögn tilbúinni til tengingar.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit.
Smelltu hér til að sjá eignina í 3D.Bókaðu skoðun hjá:
Rúnar Júlíusson / Aðstoðarmaður fasteignasala / 862-7947 / [email protected]Samkvæmt fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 171.7 m², þar af er íbúðarrými 143,30 m² og innbyggður bílskúr 28,40 m². Eign merkt 01-01, fastanúmer 251-9530 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.Lýsing og skipulag eignar:
Forstofa eru flísar á gólfi og fataskápur. Inngengt frá forstofu inn í bílskúr.
Eldhús er með svartri innréttingu sem býður upp á gott skúffu- og skápapláss, innfelldan ísskáp og uppþvottavél. Eyja úr steini með helluborði og aðstöðu fyrir barstóla. Parket á gólfi. Einnig fylgja örbylgjuofn, bakaraofn og loftræsting með útsogi.
Stofa og borðstofa mynda opið og bjart alrými með parketi á gólfi og beinu útgengi út á verönd.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskáp og parketi á gólfi og loftræstingu.
Tvö svefnherbergi eru bæði með fataskáp og parketi á gólfi og loftræstingu.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með snyrtilegri innréttingu sem býður upp á ágætt skápapláss, upphengdu salerni og walk-in sturtu. Útgengt út á verönd.
Þvottahús er með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og vaski og blöndunatæki í steinborðsplötu.
Þvottavél og þurrkari frá BOSCH fylgja einnig.Bílskúr er 28,4 m² að stærð. Skilast með floti á gólfi og rafmagshurðaropnara.
Gólfefni er ljósgrátt parket frá Quikstep og er á öllum herbergjum og alrými. Í forstofu eru ljósgráar 60x60 flísar og einnig á salernum og þvottahúsi. Bílskúr skilast með flotuðu steingólfi.
Innihurðir verða svartar með einföldum lömum.
Innréttingar og fataskápar eru svartar frá Rehau.
Steinplötur eru í eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi.
Byggingarlýsing:Þak er með tvöföldum ásoðnum þakdúk. Þakkantur er klæddur með álklæðningu í sama lit og klæðning húsins sem er stuðluð álklæðning.
Gluggar og hurðir eru úr ál/timbri í svörtum lit að utan en frágangur í kringum glugga og hurðir er úr áli í sama lit og utanhússklæðningin.
Útveggir eru klæddir að utan með stuðlaðri álklæðningu í sama lit og þakkantur. Ídráttarrör fyrir
bílahleðslutæki frá rafmagnstöflu að útvegg verður lagt. Íbúðin skilast með fullbúnu
loftræstikerfi með varmaendurvinnslu með innlæstri í öll svefnrými og miðrými eignar og afsogi af salernum, þvottahúsi og eldhúsi.
Lóð og aðkoma:Í suðurgarði íbúðanna verður
lóð tyrfð ásamt
hellulagðri stétt með lögnum fyrir heitan/kaldan pott. Skjólveggur á milli lóða verður einnig tilbúinn. Skýli fyrir þrjár flokkunartunnur verða við innkeyrslu hverrar íbúðar. Botnlangi frá götu að húsum verður malbikaður. Af botnlanga er ekið inn á steyptar og hellulagðar innkeyrslur að íbúðum með hitalögn tilbúinni til tengingar. Einnig eru ídráttarrör út fyrir sökkul fyrir heitan pott í garð innifalin.
Afhendingartími:Áætlaður afhendingartími er
16. júní 2025Byggingaraðili er Blikksmiðja Suðurnesja ehf.
Nánari upplýsingar veita:
Rúnar Júlíusson / Aðstoðarmaður fasteignasala / 862-7947 / [email protected]
Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / [email protected]Ertu að leita að nýbyggingum? Skoðaðu úrvalið hjá Valný – smelltu hér.
Ertu að hugsa um að selja? Smelltu hér og fáðu frítt verðmat.
Ekki missa af draumaeigninni – fylgstu með okkur á Instagram og Facebook
Lestu reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum okkar.- Fasteignasalan sem opnar dyrnar að þinni eign.Valný Real Estate Agency advises both sellers and potential buyers, who do not have Icelandic as their first language, to get the assistance of a translator when viewing and signing all necessary documents relating to buying and selling properties.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valný fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Kostnaður sem kaupandi þarf að standa straum af:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati, 0,4% fyrir fyrstu kaupendur og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald: 2.700 kr. á hvert skjal (kaupsamningur, veðleyfi o.fl.)
3. Lántökukostnaður: Samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Þjónustu- og umsýslugjald fasteignasölu: Samkvæmt gjaldskrá Valný fasteignasölu.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða, ber kaupanda að greiða skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati þegar það er innheimt.Valný fasteignasala | www.valny.is | Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbær | Opið alla virka daga frá 9:00-16:00