1.0. Almennt um þóknun
1.1. Eftirfarandi gjaldskrá rammar inn kostnað viðskiptavina Valnýjar fasteignasölu við þjónustu og ráðgjöf. Gildir gjaldskráin nema um annað hafið verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg í hverju tilviki fyrir sig skv. nánara samkomulagi.
1.2. Þóknun í gjaldskrá kann að vera tilgreind með eða án vsk. Öll þjónusta fasteignasala er virðisaukaskattskyld.
1.3. Gjaldskrá Valný fasteignasala ehf. gildir frá 1. júlí 2024.
2.0. Kaup og sala
2.1. Við sölu á fasteign í einkasölu greiðist söluþóknun 1,5 - 2,5% af söluverði eignarinnar auk vsk, þó að lágmarki kr. 395.000,- auk vsk.
2.2. Við sölu á fasteign í almennri sölu greiðist söluþóknun 1,75 - 2,5% af söluverði eignarinnar auk vsk, þó að lágmarki kr. 395.000,- auk vsk.
2.3. Kostnaður við sölu á atvinnuhúsnæði og sumarhúsum er 2,2% af söluverði eignarinnar auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000,- auk vsk.
2.4. Kostnaður við skjalafrágang eða aðstoð við skjalafrágang um kaup og sölu fasteigna og skráðra skipa er 1% af söluverði, þó aldrei lægri en kr. 450.000,- auk vsk.
2.5. Sala félaga og atvinnufyrirtækja er 5% af heildarsölu, þ.m.t. birgðir auk gagnaöflunargjalds. Lágmarksþóknun er kr. 850.000,- m/vsk og gagnaöflunargjalds.
2.6. Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna er 3% af söluverði auk vsk, en þóknun er þó aldrei lægri en kr. 100.000,- m/vsk.
3.0. Önnur gjöld
3.1. Þjónustu- og umsýslugjald sem kaupandi greiðir til fasteignasölunnar er fast gjald kr. 74.900,- m/vsk. Um er að ræða þóknun til fasteignasölunnar vegna aðstoðar / ráðgjafar kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamninga, afsals, umsýslu lána o.fl.
3.2. Seljandi greiðir fasteignasölunni fast gjald vegna öflunar gagna við gerð söluyfirlits / við söluferlið samtals kr. 74.900,- m/vsk. Útlagður kostnaður er m.a. við öflun veðbókavottorða, yfirlita frá fasteignaskrá, teikninga, húsfélagsyfirlýsinga, eignaskiptasamninga, lóðarleigusamninga ofl.
3.3. Ef fasteignasalan hefur lagt út fyrir veðleyfum eða öðrum skjölum hjá lánastofnunum innheimtist sá kostnaður til fasteignasölunnar.
4.0. Ljósmyndun
4.1. Valný hefur milligöngu um úrvals fagljósmyndum á öllum eignum sem koma til sölumeðferðar. Við leggjum ríka áherslu á að öll framsetning sé eins og best verður á kosið. Seljandi greiðir myndatöku á fasteigninni kr. 25.000,- m/vsk
5.0. Kostnaður við markaðssetningu og auglýsingar
5.1. Seljandi greiðir eitt gjald fyrir auglýsingar og markaðssetningu fasteigna kr. 37.200,- m/vsk. Eignin er þá auglýst á netmiðlum / samfélagsmiðlum þar til að hún selst. Eignin er einnig auglýst á vefsíðum: valny.is, fasteignir.is, fasteignaleitin.is og mbl.is/fasteignir. Gjaldið greiðist aðeins ef eignin selst.
5.2. Sé óskað eftir sérstakri markaðssetningu er samið um slíkt sérstaklega.
6.0. Skoðun og verðmat fasteignar
6.1. Það kostar ekkert að fá okkur í heimsókn að skoða og meta þína fasteign.
6.2 Skriflegt verðmat á íbúðarhúsnæði kostar kr. 35.500 m/vsk.
6.3. Skriflegt verðmat á sérbýli (einbýli, rað- og parhús) kostar kr. 45.500 m/vsk. Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði og öðrum eignum er unnið skv. samkomulagi.
6.4. Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er samkvæmt sérsamningi milli aðila.
6.5 Ekki er greitt fyrir verðmöt sem tengjast sölu á íbúðum.
7.0. Leigumiðlun
7.1. Þóknun vegna leigusamninga sem gilda í 5 ár eða minna nemur mánaðarleigu auk vsk.
7.2. Þóknun vegna leigusamninga sem gilda í meira en 5 ár er sem nemur leigu tveggja mánaða auk vsk.
8.0. Stimpil og þinglýsingargjöld
8.1. Kaupandi greiðir stimpil og þinglýsingargjöld. Þinglýsingargjald af hverju skjali er kr. 2700.
Stimpilgjald vegna kaupsamnings og afsals er reiknað af fasteignamati eignarinnar:
- 0,4% (fyrstu kaup)
- 0,8% (einstaklingar)
- 1,6% (lögaðilar)
9.0. Tímagjald
9.1. Almennt tímagjald er kr. 24.800,- með vsk.
9.2. Tímagjald lögmanns skv. Gjaldskrá viðkomandi.
9.3. Sé unnið að verki, þar sem ekki er sérstaklega samið um þóknun, skal þóknunin fyrir verkið ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi. Þegar þóknun er ákvörðuð samkvæmt tímagjaldi skal tímaskrá fylgja reikningi.
10.0. Ýmis ákvæði
10.1. Við upphaf verkefnis og stofnun verks gerir stofan kröfu um að viðskiptavinir gangist undir nauðsynlega athugun á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti.
10.2. Á fasteignasölum hvílir þagnar- og trúnaðarskylda um þær upplýsingar sem þeir afla í málum eða komast að, nema lög mæli fyrir um annað. Mikið af upplýsingum eru persónuupplýsingar sem meðhöndlaðar eru í samræmi við lög um persónuvernd.
10.3. Viðskiptavinur getur borið undir Eftirlitsnefnd fasteignasala hvort störf hafi verið unnin í samræmi við við ákvæði laganna og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim. Frekari upplýsingar er á heimasíðu nefndarinnar, www.enf.is.
10.4. Stofan hefur í gildi skyldubundnar starfsábyrgðartryggingar fasteignasala hverju sinni, svo sem lög kveða á um.
10.5. Gjaldskrá og skilmálar eru endurskoðaðir að jafnaði árlega og þegar þess gerist sérstaklega þörf.
Ábyrgðaraðili: Valgeir L. Vilhjálmsson
Starfsábyrgðartrygging: Vörður
Valný fasteignasala ehf.
Reykjanesbær, 1. júlí 2024